Suðudeild Landvéla heimsótti Skipasmíðastöðina Skipavík í Stykkishólmi.
Skipavík var að fjárfesta í suðu-traktor og brennslu-tractor sem keyra á tannhjólabrautum.
Brautirnar eru með möguleika á 3D sveigjum og festar með seglum þannig að auðvelt sé að færa til eftir formi efnisins.
Einnig var suðudeildin að kynna tækniundrið X8 frá Kemppi.
Hjá Vélsmiðjunni Fönix var suðudeildin að kynna X8 vélina.
Svo vægt sé tekið til orða vakti vélin mikinn áhuga fyrir gæði suðunnar og frábært notendaviðmót.
Þar kom að því að grjótharðir suðumenn þurftu að viðurkenna að tæknin hjálpar til við að gera suðurnar enn betri og einfaldar alla eftirvinnu.