Á síðustu mánuðum höfum við hjá Landvélum orðið áþreifanlega vör við bjartari tíma hjá íslenskum vélsmiðjum og verktökum. Eftir mögru árin í kjölfar hrunsins hefur innflutningur og sala á stærri vélum og verkfærum heldur betur tekið við sér, enda orðið tímabært að endurnýja og betrumbæta þann búnað sem fyrir var í landinu.
Þessi aukning hefur helst komið fram í sölu á sögum og skurðarvélum, beygjuvélum, lokkum og stærri suðuvélum, en einnig hefur sala á öðrum vélbúnaði tekið góðan kipp og er ljóst að viðskiptavinir nota það svigrúm sem nú hefur skapast til að bæta vinnuaðstöðu og styrkja undirstöður fyrirtækja sinna.
Við óskum íslenskum iðnaði til hamingju með bætta stöðu og þökkum það traust sem okkur er sýnt þegar kemur að vali á vélum og búnaði. Á næstu vikum munum við birta hér á síðunni myndir af stærri vélum og búnaði frá okkur sem sett hafa verið upp víðs vegar um landið.