Fyrstu viðskiptavinirnir í nýja tölvukerfinu

Það voru starfsmenn Ölgerðarinnar sem fengu fyrsta reikninginn úr nýja tölvukerfinu okkar.
Afgreiðslan gekk nokkuð greiðlega miðað við aðstæður og lofar góðu um framhaldið.

Á efri myndinni má sjá þá Ölgerðarmenn stolta með fyrsta reikninginn, en á þeirri neðri eru þeir Snæþór verslunarstjóri og Steini Bjarka að njóta leiðsagnar tæknimanns við afgreiðsluna.