Heimsókn frá HMF

Í síðustu viku fengum við góðan gest, Jörgen Pedersen frá HMF A/S í Danmörku, en eins og kunnugt er hefur HMF unnið sér inn sess sem einn besti framleiðandi á bílkrönum í heiminum í dag.
Markmið heimsóknarinnar var að kynnast betur þeim aðstæðum sem íslenskir viðskiptavinir HMF vinna við og kynna þeim kosti HMF krana, sérstaklega EVS stöðugleikakerfið sem er með því besta sem gerist á þessu sviði í dag.
Í fylgd Þorsteins Andréssonar heimsótti Jörgen bæði núverandi og verðandi notendur HMF krana og er skemmst frá því að segja að félagarnir fengu allsstaðar góðar viðtökur og mjög jákvæð viðbrögð.
Frekar upplýsingar um HMF krana er að finna hér á heimasíðu Landvéla (Vöruflokkar – lyftibúnaður – HMF bílkranar) og á heimasíðu HMF: www.hmf.dk.