HMF kynning 13. ágúst

Laugardaginn 13. ágúst buðum við áhugasömum í heimsókn að skoða og kynna sér krana frá HMF.
Á staðnum var nýr HMF 3220 K6, sem er 32 tonna krani með Fly-jiby, EVS stöðugleikakerfi o.fl., auk HMF 5020 og eldri HMF THOR krana.
Til að kynna kranana og veita upplýsingar var þjónustustjóri HMF í Danmörku, Claus Pedersen, á staðnum okkur til halds og traust.
Við þökkum kærlega þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína til okkar, fyrir hina sem misstu af fjörinu fylgja hér nokkrar vel valdar myndir.