IceFish 2017

Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína á básinn okkar á Sjávarútvegssýningunni.
Að þessu sinni kynntum við til leiks nýja MIG vél frá Kemppi og er óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn, enda hefur það verið draumur margra að geta MIGsoðið með TIG gæðum.
Smurkerfin sem við sýndum vöktu líka mikla athygli og ekki síður litli handhægi legutitringsmælirinn frá SKF.
Við hlökkum til að sjá ykkur í búðinni.