Íslandsmeistaramótið í málmsuðu

Íslandsmeistaramótið í málmsuðu var haldið síðasta laugardag.
Að þessu sinni voru Landvélar helsti styrktaraðili keppninnar og lögðu meðal annars til suðuvír frá Elga.
Keppt var í 4 suðuflokkum; Pinnasuðu, Mag svartri, logsuðu og Tig ryðfrírri, sigurvegarinn í samanlögðu var svo krýndur íslandsmeistari.
Úrslitin í samanlögðu voru sem hér segir:
3. sæti Andre Sando frá Útrás á Akureyri
2. sæti Jóhann V. Helgason frá VHE í Hafnarfirði
1. sæti Georg Sebastian Popa frá VHE í Hafnarfirði
Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn.