KEMPPI ÞJÓNUSTA Á AKUREYRI

Nú nýlega hefur Slippurinn á Akureyri tekið að sér þjónustu fyrir Kemppi vélar á Norðurlandi. Þröstur Vatnsdal er hokinn af reynslu eftir áralanga þjónustu á öllum suðuvélum fyrir Slippinn. Nú nýlega fór Þröstur á þjónustu-námskeið hjá Kemppi til að bæta við sig þekkingu í nýjustu Kemppi tækjunum. Við hjá Landvélum sjáum mikið tækifæri, í þessu samstarfi, til að bæta Kemppi þjónustuna á Norðurlandi. Til að komast í samband við Þröst er einfaldast að hafa samband við skiptiborð Slippsins í S: 4602900

Slippurinn
Snillingar hjá Slippnum á Akureyri að Prufa MasterTig 335 vélina