Löngu tímabær andlitslyfting

Undanfarnar vikur höfum við verið að vinna aðeins í húsnæðinu okkar að utan og getum við öll tekið undir að það var löngu tímabært.  Á næstu vikum munum við klára þetta ferli og í lok október sjáum við fyrir okkur að húsnæðið sé nýmálað, súlur og þakkantar klæddar áli, nýjir gluggar á framhlið og nýjar merkingar.  Þá er nýlega búið að malbika bílastæðið fyrir framan verslunina og stefnum við á að koma á hitalögn í planið sem fyrst.

Þessa dagana erum við að kynna nýtt logo merki Landvéla og verður það sýnilegra á komandi mánuðum, bæði með merkingum á húsnæði, bílum og í auglýsingum.