Mikið að gerast á afmælisdögum

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Kemppi á Íslandi á afmæli um þessar mundir.
Kemppi sérfræðingar Landvéla, þeir Óli, Axel, Haukur og Axel, hafa verið á fullu að undirbúa og fagna.
Þeir fengu sérstaka aðstoð frá honum Jarrko suðumanni frá Kemppi og einnig kom hann Ove frá Elga sérstaklega til að taka þátt í gleðinni.


Feðgarnir frá Vélsmiðju Steindórs á Akureyri fengu kennslu á nýju Kemppi X8 vélina sína.

 


Það var haldin suðukynning hjá Skaganum á Skaganum.

 

 

Og gestir og gangandi fengu kynningu og kennslu á það nýjasta frá Kemppi.