Mikið að gerast í Kemppi deildinn

Axel Axelssson Kemppi

Eins og flestir hafa orðið varir við hefur verið mikið um að vera hjá Kemppi mönnunum okkar.
Bæði hefur Kemppi trukkurinn verið á ferðinni um landið og svo eru þeir líka að setja upp og kynna vélar á höfuðborgarsvæðinu.
Axel Axelsson hefur komið sterkur inn í suðudeildina okkar enda hokinn af reynslu eftir margra ára starf sem suðumaður.
Meðfylgjandi mynd er af honum þar sem hann er að setja upp og stilla af sjálfvirka rörasuðuvél.