Slöngusmíði er okkar fag

Slöngusmíði er okkar fag

Ein af grunnstoðum í þjónustu Landvéla er smíði og pressun á slöngum og lagnaefni, en fyrirtækið hefur sérhæft sig í slöngusmíði allt frá stofnun.  Fyrirtækið er vel tækjum búið til að smíða, skafa og pressa slöngur eftir óskum hvers og eins.  Við erum í samvinnu við leiðandi birgja og fylgjum þeirri þróun sem á sér stað á þessum vettvangi.

Flestir sölu-, tækni- og afgreiðslumenn okkar hafa þjálfun og getu til að smíða og pressa slöngur hratt og örugglega og oftast er hægt að leysa þessi verkefni á meðan viðskiptavinurinn bíður.
Landvélar hafa ávallt átt gott samstarf við þjónustuaðila um allt land sem taka að sér að pressa og smíða allar algengustu slöngur með slöngum og lagnaefni frá Landvélum.

Fyrir ýmis stærri verkefni eins og jarðgangagerð og jarðborun höfum við í samvinnu við viðskiptavini okkar útbúið færanlegar gámaeiningar með slöngupressu, slöngum og lagnaefni, sem fullbúið slönguverkstæði á verkstað.