Öll verð eru staðgreiðsluverð í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti, nema annað komi fram.

Verð og afhending miðast við athafnasvæði Landvéla ehf. í Kópavogi, nema um annað hafi verið samið sérstaklega.

Kostnaður vegna hraðsendinga eða annarra sérstakra óska kaupanda er bætt við söluverð eða skuldfært sérstaklega sem viðbótarkostnaður.

Gildistími tilboða eru 15 dagar, nema annað sé tekið fram. Ef tilboðsverð er bundið við erlenda gjaldmiðla, skal uppgjör miðað við sölugengi gjaldmiðla skv. gengisskráningu Seðlabanka Íslands á uppgjörsdegi. Uppgjörsdagur telst vera þegar Landvélar tilkynna kaupanda um að hið keypta sé tilbúið til afhendingar.

Afsláttarkjör Landvéla byggja annars vegar á innra vöruflokkakerfi félagsins og hins vegar tegund og starfsemi viðskiptavinar og umfangi viðskipta. Landvélar áskilja sér einhliða rétt til að breyta gildandi afsláttarkjörum.

Umsamin afsláttarkjör miðast við verðlistaverð hverju sinni. Sérpantanir, föst verð (nettó verð) eða tilboð eru undanþegin gildandi afsláttarkjörum. Almennt er ekki veittur afsláttur á þjónustunúmerum eins og útseldri vinnu, sérsmíði eða endurseldri vöru og vinnu frá innlendum aðilum.

Almennur skilafrestur á vörur eru 10 virkir dagar frá dagsetningu reiknings og þá aðeins gegn framvísun reiknings, að varan sé ónotuð og umbúðir upprunalegar og heilar. Landvélar áskilja sér rétt til að reikna afföll á skilavöru, eftir almennan skilafrest, að lágmarki 10% frá upprunalegu kaupverði, eða nývirði, eftir því sem er lægra. Ekki er hægt að skila sérpöntun eða sérsmíði. Viðkvæmar rafmagnsvörur sem ekki eru í innsigluðum umbúðum eru ekki skilavara.

Landvélar áskilja sér rétt til að selja ósóttar vörur á verkstæði félagsins upp í útlagðan kostnað að þremur mánuðum liðnum frá því kaupanda þjónustu hefur verið tilkynnt um að sækja megi viðkomandi vöru. Ef ætlað söluandvirði vörunnar er minna en kostnaður vegna sölu hennar, mun vörunni fargað án frekari fyrirvara.

Það er á ábyrgð kaupanda verkstæðisþjónustu að upplýsa ef hann vill láta halda til haga öllum eldri íhlutum sem þarf að endurnýja við viðgerð vöru. Ef slík beiðni liggur ekki fyrir munu Landvélar, án frekari tilkynningar, farga áðurnefndum hlutum að lokinni viðgerð.

Sjá einnig Ábyrgðarskilmálar – júlí 2015. – gallar og takmörkun ábyrgðar og Skilmálar reikningsviðskipta Landvéla.

Þar sem skilmálum þessum sleppir gilda lög um lausafjárkaup nr. 50/2000, lög um neytendakaup nr. 48/2003 eða eftir atvikum lög um þjónustukaup nr. 42/2000.

Prentvæna útgáfu af sölu- og þjónustuskilmálum Landvéla ehf má nálgast hér: