Við erum svo heppin að hafa góða viðskiptavini. Það gerir það að verkum að það er gaman í vinnunni hjá okkur.
Nú í vikunni vorum við að afhenda FastMig M 420 suðuvélar. Viðskiptavinurinn hefur margra ára reynslu af KEMPPI og ekkert annað í stöðunni en að endurnýja það sem vel reynist. Það sem verður nýtt, fyrir þennan viðskiptavin, eru Flexlite suðu-byssurnar. Þar er ný lína frá Kemppi sem hefur gefið mjög góða raun og reynslu.
Það sem er enn gleðilegra í þessu er að viðskiptavinurinn skaffar sínum suðumönnum KEMPPI lofræsti hjálma sem tryggja suðumönnum hreint loft við þá sóðalegu vinnu sem rafsuða getur verið. Þarna er verið að leggja allt kapp á að starfsmenn haldi heilsu, við fögnum því.