Tækniþjónusta

Þekking í forgrunni

Kjarninn í tækniþjónustu Landvéla er þjónusta og ráðgjöf varðandi ýmsan flæðidrifinn vökva- eða loftbúnað, almennan drifbúnað, legur, þéttingar og ýmis rafsuðuverkfæri, vír og efni.  Hjá fyrirtækinu starfa sérfræðingar á þessum sviðum sem eru til halds og traust, beint við okkar viðskiptavini en ekki síður sem daglegur stuðningur og bakland fyrir aðra sölumenn Landvéla og verkstæði.

Mikið af þeim fyrirspurnum sem berast Landvélum eru tæknilega krefjandi og oft er verið að leita lausna á ákveðnum og mjög sérhæfðum verkefnum.  Sum verkefnin kalla á ráðgjöf okkar við val á réttum íhlutum á meðan önnur verkefni eru meira byggð upp sem heildarlausn, þ.e. við hönnum lausnir að hluta eða í heild og sjáum þá jafnframt um smíði og samsetningu.  Allt er þetta svo unnið í góðu samstarfi við leiðandi framleiðendur eins og Parker, Bosch Rexroth, SKF og Kemppi svo nokkrir séu nefndir.

Meðal helstu verkefna sem tækni- og þjónustusvið Landvéla sinna eru:

  • Hönnun og smíði háþrýstra vökvakerfa, vökvaaflsstöðva og stýringa.
  • Sala og þjónusta á loftbúnaði, tjökkum og stýringum.
  • Ráðgjöf á drifbúnaði og smurkerfum, legum og þéttingum.
  • Ráðgjöf við rafsuðu og val á vír og sérefnum.
  • Ráðgjöf og val á dælum í öll verkefni, loft, vatn, efnavara og olíur.
  • Sala og þjónusta á brú- og bílkrönum og öðrum iðnaðarkrönum.