Til hamingju SR Vélaverkstæði

Við óskum SR Vélaverkstæði á Siglufirði til hamingju með nýju PNC-12 EXTREME CNC gas- og plasmaskurðarvélina.
PNC-12 EXTREME CNC skurðarvélin kemur með Helios skurðarborði með sjálfvirkri svæðaopnun og -lokun á ryk-og reykspjöldum, borði fyrir 1500x3000mm plötu, Kjellberg Cutfire 100i plasmavél, Koike gas og súr skurðarbúnaði, Koike VDS2-HC reyk- og rykfilter hreinsibúnaði og fleiru.
Með plasmaskurði sker vélin upp í 20-25mm plötu en með gasskurði sker hún allt að 50-60mm plötu.