Landvélar ehf. er stofnað 25. september 1965 sem þjónustufyrirtæki fyrir landbúnað en í áranna rás hefur þungamiðjan færst yfir í þjónustu við íslenskan iðnað og athafnalíf í sinni víðustu mynd. Meðal viðskiptavina okkar eru flest framleiðslu- og iðnfyrirtæki landsins, útgerð og vinnsla, stórar og smáar vélsmiðjur, öll stóriðjan, orkufyrirtækin og fjölmargir verktakar og nýsköpunarfyrirtæki. Sem fyrr bjóðum við upp á fjölbreytta þjónustu við bændur og ýmis smærri fyrirtæki og einyrkja.
Við störfum á krefjandi markaði þarsem góð þjónusta samhliða góðri þekkingu starfsmanna er sú kjölfesta sem byggjum á og hefur skapað Landvélum verðugan sess sem traust þjónustufyrirtæki fyrir íslenskan iðnað og útgerð. Vöruúrvalið er víðfermt en kjarnastarfsemin er annars vegar þjónusta og ráðgjöf með há – og lágþrýstan drif- og stjórnbúnað þar sem flæði á vökva eða lofti er hreyfiaflið og hins vegar sala og ráðgjöf með verkfæri, rafsuðuvélar og annar búnaður fyrir fagaðila, vélsmiðjur og verkstæði.
Fjölbreytt þjónusta – áratuga reynsla
Slöngusmíði – sérsmíði og samsetning:
Sú starfsemi Landvéla sem er flestum kunn er smíði, pressun og samsetning á háþrýstislöngum, börkum og rörum. Að baki er áratuga reynsla þar sem skjót þjónusta samhliða breiðu vöruúrvali eru í forgrunni. Orðatiltækið „Þeir redda því hjá Landvélum“ er víða þekkt og við erum stolt af því.
Fagleg tækniþjónusta og ráðgjöf:
Hönnum, teiknum og smíðum háþrýst vökvakerfi, vökvadælustöðvar og skyldan búnað. Hvert verkefni er áskorun og í samstarfi við leiðandi framleiðendur höfum við byggt upp mikla reynslu og þekkingu á flæðidrifnum há- og lágþrýstum drif- og stjórnbúnaði.
Traustir samstarfsaðilar:
Að baki góðri þjónustu er góð vara og þekking. Samstarfsaðilar Landvéla skipta hundruðum og eru margir þeirra leiðandi á sínu sviði. Fremst meðal jafningja eru fyrirtæki eins og Bosch Rexroth, Parker, SKF, Dunlop Hiflex, Hansa Flex, Merlett, Kemppi, Elga og ABUS.
Sérfræðingar í legum og drifbúnaði:
Landvélar er viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili fyrir SKF drifbúnað, legur, þéttingar og smurkerfi. Við leggjum áherslu á fyrirbyggjandi viðhald og þjónustu með hönnun og uppsetningu sjálfvirkra smurkerfa og ástandsgreiningu á legum og drifbúnaði, titringsmælingar o.fl.. Hjá SKF má einnig finna úrval sérhæfðra verkfæra fyrir legur og drifbúnað.
Öflug þjónusta við vélsmiðjur og verkstæði:
Sem umboðsaðilar Kemppi og Elga veitum við ráðgjöf og þjónustu varðandi alla rafsuðu, suðuvélar og suðuvír ásamt viðeigandi öryggis- og hreinsibúnaði. Bjóðum einnig breitt úrval sérverkfæra fyrir málmiðnað og aðra fagaðila, verkfæri eins og rennibekki, slípivélar, borvélar og sagir, auk vandaðra handverkfæra frá Kamasa.
Dælur í öll verk:
Í seinni tíð höfum við markvisst byggt upp sölu og þekkingu á vatns-, efna-, loft- og rótordælum, ásamt háþrýstidælum og fylgihlutum fyrir allar gerðir af dælubúnaði. Bjóðum í dag heildarlausnir fyrir iðnað, sjávarútveg, verktaka, heimili og sumarhús.
Verkstæði í fremstu röð:
Okkar sterkasti bakhjarl er öflugt og vel tækjum búið þjónustuverkstæði, sérhæft í smíði og viðhaldi á vökvadælum, dælustöðvum, gírum og stjórnlokum. Þá sérsmíðum við og beygjum öll almenn háþrýstirör o.fl.
Þjónusta um land allt:
Landvélar hafa ávallt lagt mikla áherslu á gott og náið samstarf við vélaverkstæði og aðra þjónustuaðila. Afraksturinn er öflugt samstarfsnet þjónustuaðila á land allt, samstarfsaðilar með tilheyrandi sérverkfæri og aðföng fyrir slöngu- og barkasmíði á heima í héraði, hratt og örugglega.
Sterkir fyrir norðan.
Dótturfyrirtæki Landvélar á Akureyri er Straumrás hf,. Rótgróið fyrirtæki sem þekkir sinn heimamarkað vel og nýtur nálægðar við öfluga útgerð og iðnað norðan heiða. Straumrás er til húsa að Furuvöllum 3 á Akureyri, sjá www.straumras.is.