Upplýsingar vegna Covid-19

Ágætu viðskiptavinir.

Að fenginni reynslu þá ítrekum við mikilvægi þess að við öll virðum þær leiðbeiningar um sóttvarnir sem er í gildi hverju sinni, ykkar vegna sem okkar.

Á þessum tíma verður ekki hjá því komist að takmarka umferð um svæðið okkar og erum við þegar með ákveðna svæðaskiptingu innan okkar hóps, lagers, sölu og skrifstofu.
Eru þetta nauðsynlegar ráðstafanir til að takmarka mögulegt smit og áhrif þess á starfsemi félagsins.

Skrifstofa og verkstæði eru aðskyld svæði og þá eru sölufólki og vöruafgreiðslu skipt upp í þrjá hópa.
Með þessu vonumst við til að geta haldið uppi þjónustu með lágmarks röskun samhliða því að gæta að okkar vörnum.

Takk fyrir skilninginn og minnum á að saman erum við öll Almannavarnir.