Standard Pump tunnudælur
Standard Pump Inc. er bandarískt fyrirtæki sem hefur mikla reynslu í framleiðslu á tunnu- og tankdælum ásamt fylgihlutum til notkunar á flestum sviðum iðnaðar, fyrir vatn, olíur, eldsneyti, feiti og önnur efni og efnasambönd.
Tunnudæla skiptist í mótor, dælurör með innbyggðri hefðbundinni miðflóttaaflsdælu og frálagsbúnað, eldsneytisbyssu og slöngu eða sambærilegu. Til viðbótar er svo hægt að bæta inn nákvæmum rennslismælum, með eða án sjálfvirkrar skömmtunar. Standard Pump selur og framleiðir sínar tunnudælur sem stakar einingar og í settum, þ.e. mótor, dælurör, slanga og byssa.
Standard Pump tunnudælurnar eru án þéttinga og geta því gengið þurrar ef því er að skipta. Hægt er velja um annars vegar háþrýsta dælu (high pressure) og hins vegar magndælu (high volume).
Í boði eru nokkrar gerðir af mótorum frá 230W og upp í 865W, með eða án hraðabreytis. Einnig er hægt að sérpanta ATEX samþykkta mótora fyrir eldfim og viðkvæmari verkefni.
Dælurörin eru 19 mm eða 25 mm í þvermál og fást í eftirfarandi lengdum: 700 mm (27“), 1000 mm (39“), 1200 mm (47“), 1500 mm (60“) og 1800 mm (72“).
Fyrir þykkar og seigkenndar lausnir, allt að 100.000 mPas (model SP-700DD), eins og málningu, sýróp o.fl. eru dælurnar með innbyggðum snigli og PTFE stator í rörinu í stað dæluhjóls og knúnar af raf- eða loftknúnum mótor. Þvermál rörs með snigildælu eru 38 mm og lengdir 700 mm, 1000 mm eða 1200 mm. Kornastærð hámark 6 mm.
Hvert dælurör hefur sinn styrk og eiginleika
PP/ Polypropylene: Hitaþol: Hámark 55°C
Mikið efnaþol gerir þessa dælu hentuga fyrir sterkar efnalausnir, s.s. edik sýru (Acetic acid), saltpéturssýru (20%) (Nidric acid 20%), brennisteinssýru (Sulfuric acid), basísk efni (Akalis), vetnisklóríð (hydrocloric 20%) og járnklóríð (Ferric Clohide). Ekki ætluð fyrir sjálfíkveikjandi eða eldfim efni.
PHT/ Polypropylene High tempature: Hitaþol: Hámark 80°C
Gott efnaþol og framúrskarandi hitaþol gerir þessa dælu hentuga fyrir mildar efnalausnir við hátt hitastig, s.s. ediksýru (Acetic acid), saltpéturssýru (20%) (Nidric acid 20%), brennisteinssýru (Sulfuric acid), basísk efni (Akalis), Hydrocloric (20%) og járnklóríð (Ferric Clohide). Ekki ætluð fyrir sjálfíkveikjandi eða eldfim efni.
PVDF/ Kynar®: Hitaþol: Hámark 80°C
Framúrskarandi efna- og hitaþol gerir þessa dælu hentuga fyrir sterkar og óblandaðar efnalausnir við hátt hitastig, s.s. óblandaða saltpétursýru (concentrated Nitric acid), brennisteinssýru (Sulfuric acid-66 Baume), flúrsýru (Sodium Hypoclorite), própíonsýru (Hydrofluroric acid), sterínsýru (propionic acid) og Searic acid. Ekki ætluð fyrir sjálfíkveikjandi eða eldfim efni.
SS/ Stainless steel 316: Hitaþol: Hámark 80°C
Hentug fyrir eldfiman vökva, olíur og skyld efni, s.s. alkahól, leysiefni, ísóprópýl eter, ammoníak vatnslausn, bensín og eldsneytisolíur. ATEX samþykkt.
Vinsælir aukahlutir:
Standard Pump tunnudælur
Standard Pump tunnudælur
Standard Pump tunnudælur
Standard Pump tunnudælur
Standard Pump tunnudælur
Standard Pump tunnudælur