Showing all 6 results

 

 

 

 

ZUWA sogdælur með sveigjanlegu gúmmí dæluhjóli

ZUWA er þýskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur framleitt vandaðar og sterkar sogdælur frá 1946.  Fyrirtækið er ISO 9001 vottað síðan 2008.

ZUWA sérhæfir sig í sogdælum með gúmmí dæluhjóli en fyrirtækið er með þrjár grunngerðir af þessum dælum, UNISTAR, COMBISTAR, NIROSTAR og ACOSTAR.  Grunnhönnunin er einföld en útfærslurnar ólíkar þar sem hver hefur sitt hlutverk og styrk og með því að velja rétta gerð af dæluhjóli er komin varanleg og góð lausn.

UNISTAR
Góð dæla fyrir hreina eða mengaða lausn.  Ekki ætluð fyrir svarfefni eða eyðandi efnalausnir.  Álkápa og áldæluhús (AlMgSi1).

COMBISTAR
Hagkvæmur kostur fyrir svarfefni og veikar ætandi lausnir.  Álkápa (AlMgSi1) en ryðfrítt dæluhús (AISI 316 L)

NIROSTAR
Ryðfrí hágæða dæla ætluð í ýmsan iðnað, matvæla- og drykkjariðnað, spilliefni, ætandi og sterkar lausnir.

ACOSTAR
Öflug efnadæla fyrir seigjukenndar lausnir, ætandi efni, sýrur, basa og leysiefni.  Dælan er að mestu leiti úr PTFE en dæluhjólið úr Viton.

Fjölbreyttur drifbúnaður:
Hægt er að fá ZUWA dælurnar með eða án rafmótors, 230V eða 400V (1400 eða 2850 sn/mín) og 12V eða 24V (1500 eða 3000 sn/mín).  Einnig eru fáanlegar dælur með gír, vökva- eða loftknúnum motor og reimdrifi.  Minni dælur má knýja með venjulegri borvél.  Með tvístefnu mótor má dæla í báðar áttir án vandkvæða.

Hér má finna bækling yfir afköst og eiginleika ZUWA:  Zuwa bæklingur

 

Helstu kostir þess að hafa dælu með sveigjanlegu gúmmídæluhjóli frá ZUWA eru:

1.Hægt að gangsetja dæluna þurra (allt að 3 metra sjálfsog á þurra dælu og 7 metra soggeta) – þarf ekki að fylla á vökva við gangsetningu.
2.Mikil afkastageta – frá 3 lítrum og upp í 730 lítra á mínútu.
3.Fjölbreytt notkunarsvið – með réttu vali á dælu og dæluhjóli má finna lausn fyrir flestar efnablöndur og vökva. Fáanlegar með AC eða DC rafmótor.
4.Stöðug og jöfn dæling.
5.Traustar og endingargóðar – vönduð smíði og efni.
6.Auðvelt viðhald og þrif – mikið rekstraröryggi.
7.Sterkar dælur sem þola ýmislegt – ráða við seigjukenndar lausnir eins og olíu (allt að 20 000 mPAS) og lausnir með ýmis svarfefni (háð vali á dæluhjóli). Hámarks hitaþol allt að 90°C og eiga að þola að ganga þurrar í allt að 60 sek

 

Hvert dæluhjól hefur sinn styrk og eiginleika                 

NBR / Acrylonnitrile-Butadiene gúmmí (Perbunan, Buna-N)
Fyrir vatn, frostlög, kælivökva, jurtaolíu og feiti. Mjúk og sterk hjól fyrir allt að 5 bar þrýsting.

EPDM/Ethylene-Propylene-Diene gúmmí ( Keltan, Buna-EP)
Hátt hitaþol, mikil mýkt og góður styrkur. Fyrir ýmsar sýrur, basa og efnalausnir.

CR/Chloroprene gúmmí (Neoprene, Bayprene)
Mikið notað í matvælaiðnaði. Þétt og endingargott hjól sem á að þola eld að ákveðnu marki.

FKM eða FPM/Flúor gúmmí (VIton, Fluorel)
Mjög gott efnaþol en minna slitþol. Hentugt fyrir eldsneyti, dísel og ýmsar olíur, pálma- og sojaolíur, viðarvörn og rotvarnarefni.

Plast/Plastic
Mjög slitsterkt og endingagott – hámarks hitaþol 60°C. Fyrir vatn, jarðefna og jurtaolíu, dísel eldsneyti og kælivökva. Ekki hentugt fyrir lausnir sem bera svarfefni.