Hver stærð hefur sína hámarks burðargetu og er jafnframt með möguleika á að stilla breiddina upp á nokkra tugi millimetra. Þannig getur sami hlaupakötturinn nýst á nokkrum stærðum af brautarbitum. Sterkbyggð smíði með hágæða drif- og bremsubúnaði, hraði 5/20 metrar á mínútu. Vandaðar legur og lágmarks viðhald.
ABU EF, rafdrifnir léttir hlaupakettir
Sérlega hentugir rafdrifnir hlaupakettir fyrir ABU Compact talíurnar. Fást í nokkrum stærðum fyrir 42-300 mm breiða brautarbita.