ByAutonom laserskurðarvélar

ByAutonom hefur mikla möguleika á  sjálfvirkni.
Sjálfvirk stilling á stútum og linsum.
Sjálfvirk linsu- og spíssaskipti.
Nándarskynjarar.
Það þarf sjaldnar að grípa inn í uppstillingar- og skurðarferlið og því hefur stjórnandinn meiri tíma til undirbúnings og skipulags verka.
Laserskurðarvélin er hönnuð þannig að gott aðgengi er að skurðarsvæðinu sem gerir vélarnar sérlega notendavænar.
Stjónbúnaðurinn fylgist stöðugt með ástandi vélarinnar og lætur vita þegar þörf er á viðhaldi vélar, einstakra íhluta eða laserbúnaðar.