Bronslóðningarefni til suðulóðningar á flestar gerðir stáls (þ.m.t. galvanhúðað), brons og kopar. Mjög góðir suðueiginleikar og lágmarkshitun vinnustykkis. Til ásuðu og viðgerða á hlutum sem verða fyrir miklu togálagi. Hentar vel til að sjóða saman hluta úr ólíkum málmblöndum.
Eiginleikar:
Bindingarstig: 775°C
Ofnhitastig: 925°C
Eðlisviðnám: 0,074 Ohm/mm2/m
Harka: 100-200 HB
Togþol: 450-550 N/mm2
Efnasamsetning: Cu, Zn, Ag
Undirbúningur: Fletir hreinsaðir. Ef efnisþykkt er undir 5mm þarf enga fúgu en nauðsynlegt er að gráðuhreinsa og rúnna kanta. Ef stál er galvaniserað þarf að smyrja þá fleti sem hitna meira en 300°C með fluxefni. Galvaniserað stál á ekki að forhita. Notið fluxefnið Castolin 18 og Albro á álbrons.
Forhitun: Stóra gegnheila hluti á að forhita jafnt og vel.
Suðuaðferð: Við koparblöndur og galvaniserað stál er haft yfirhlutfall af súr. Suðustaður er hitaður í dökkrautt. Vírinn settur á og bræddur af dropi sem látin er fletjast út áður en næsti dropi er bræddur. Hallið spíss 35-40°.
Ath. Castolin 18 XFC er flúxhúðaður. Flúxið brotnar ekki af þótt vírinn sé beygður.