Castolin 2100 XHD er seltuþolinn álsuðuvír sem má rafhúða og anodisera. Castolin 2100 XHD er notaður til samsuðu og ásuðu á álplötum, prófílum, rörum, tönkum og fleiru. Þessi rafsuðuvír er sérstaklega hentugur til suðu á völsuðu og þrýstisteyptu áli, ásamt suðu á öðrum álblöndum svo sem: Al-Mg-Mn-blöndum og Al-Mg-blöndu að 3% Mg. Suðan verður holufrí og állituð, auðvelt er að losa gjall. Mikill styrkur og gott tæringarþol.
Eiginleikar:
Togþol: 100-200 N/mm²
Flotmörk: 40-80 N/mm²
Lenging: 10-20%
Harka: Ca. 45 HB
Efnasamsetning: Al, Mn, Mg
Undirbúningur: Plötur að 3mm þykkt er hægt að sjóða í stúfsuðu með opnun 1/2 plötuþykkt. Hægt er að sjóða lóðrétt fallandi. Við efnisþykkt yfir 3mm er notuð 80-90° fúga með ca. 3mm opnun. Áríðandi er að fituhreinsa vel út fyrir suðustaðinn því feiti þynnist út í hita og leitar í suðuna. Æskilegt er að bursta suðustaðinn með ryðfríum bursta til að fjarlægja oxíðlagið sem alltaf er til staðar á yfirborði áls.
Forhitun: Ef mögulegt er skal forhita í 100-300°C.
Suðuaðferð: Suðuvírnum er haldið nær lóðréttum við lárétta suðu og með stuttum ljósboga. Við lóðrétta suðu er suðuvírnum hallað í 75-80°.