Fyrir ásuðu og viðgerðir á efni sem yfirleitt er erfitt að sjóða. Vítt notkunarsvið. Ætlaður fyrir vélahluta úr fjölblönduðu stáli, herðanlegu stáli og 13% manganstáli. Undirbygging fyrir ásuðu sérhæfðra slitvarnarefna.
Þessi vír hentar í öllum suðustöðum nema lóðrétt fallandi.
Eiginleikar:
Harka: Eftir suðu 170-200 HB. Eftir kaldvinnslu 430 HB.
Togþol: 430 N/mm2
Brotþol 650 N/mm2
Lenging 40-45%.
Forhitun: Ekki nauðsynleg sé kolefnisinnihald undir 0,25%. Frá 0,25% til 0,45% á að hita 100-200°C en frá 0,45% til 0,80% þarf hitun í 200-350°C. Manganstál á ekki að forhita heldur halda köldu.
Suðuaðferð: Hliðarfærsla 1,5 x þvermál vírs. Vírnum skal halda vinkilrétt við vinnslustykkið. Meðal ljósbogi.