Til slitvarnar og ásuðu á vélahluta sem verða fyrir miklu álagi, svo sem þrýstingi og svörfun. Til varnar og slitþolinnar ásuðu á óblandað og blandað stál og smíðastál með 12-14% manganinnihald. Þennan vír er hægt að nota í öllum suðustöðum nema lóðrétt fallandi og lárétt uppfyrir.
Forhitun: Fer eftir kolefnisinnihaldi og þykkt suðustykkja. Forhitun er ekki nauðsynleg ef kolefnisinnihald er innan við 0,25%. Ef kolefnisinnihald er 0,25-0,45% þarf forhitun 100-200°C en frá 0,45% til 0,80% þarf hitun í 200-350°C. Smíðastál blandað mangan á ekki að forhita heldur halda eins köldu og unnt er.
Suðuaðferð: Best er að halda vírnum næstum lóðréttum. Meðal ljósbogi. Annað hvort beinn strengur eða með hliðarfærslu sem er 1,5 x vírþvermál. Best er að ljúka suðu með að renna yfir aftur í 10 mm hæð til að fylla í ójöfnur. Ef þarf að undirbyggja suðuna skal það gert með Castolin 646 XHD.