Vír sem hentar fyrir ásuðu og viðgerðir á hlutum úr stáli sem yfirleitt er talið erfitt að vinna vegna málmblöndunar, t.d. hluti úr fjölblönduðu stáli, verkfæra- og fjaðrastáli, Tl-stáli, N-A-XTRA stáli, seigherslustáli og CrMo-stáli.
Þennan vír er hægt að nota í öllum suðustöðum.
Eiginleikar:
Harka: 220 HB. eftir suðu. 450 HB eftir vinnslu.
Togþol: 800 N/mm2
Flotmörk: 600-650 N/mm2
Lenging 20-25%
Forhitun: Háð klolefnisinnihaldi og efnisþykkt. Forhitun er ekki nauðsynleg, sé kolefnisinnihald innan við 0,4% en þar yfir þarf forhitun í 200-350°C.
Suðuaðferð: Hliðarfærsla hámark 2 x þvermál vírs. Meðal ljósbogi.