Til samsuðu og ásuðu á steypujárni, hentar sérstaklega vel til viðgerða á háálagshlutum úr steypujárni, einnig til styrkingar á slíkum hlutum með stálplötum.
Hægt að nota í öllum suðustöðum nema lóðrétt fallandi.
Eiginleikar:
Harka: 180-230 HB.
Togþol: 480-550 N/mm2
Flotmörk: 300-350 N/mm2
Lenging: minna en 15%
Forhitun: Yfirleitt óþörf en hitun á flóknari steypujárnshlutum í 200-300°C auðveldar rafsuðu og dregur úr hættu á jaðarhörðnun.
Suðuaðferð: Suðuvírnum haldið næstum lóðréttum. Miðlungs ljósbogi álíka og þvermál vírsins. Suða lögð í strengjum 3-4 cm löngum og hömruðum á milli.
Geti suðustykkið ekki þanist frítt skal ekki sjóða lengri suðu en 1-3 cm í einu og hamra suðuna á milli. Geti suðustykkið þanist frítt er hægt að ljúka suðu án hömrunar. Gætið þess að suðustykki, sem ekki getur þanist hitni eins lítið og kostur er.