Hentar vel til sprunguviðgerða og til suðu á olíumettuðu gömlu steypujárni hvort sem um er að ræða ásuðu, samsuðu eða viðgerðir. Góður til suðu á smíðastáli og samsuðu steypujárns við stál og koparblöndur og einnig til viðgerða á vélahlutum.
Hentar í öllum suðustöðum fyrir steypujárn, en fyrir önnur efni fyrir láréttar suður, lóðréttar hliðarsuður og láréttar kverksuður.
Eiginleikar:
Harka: 160-190 HB.
Togþol: 250-300 N/mm2
Flotmörk: 80-120 N/mm2
Lenging 15%.
Forhitun: Yfirleitt óþörf en hitun á flóknari steypujárnshlutum í 200°C auðveldar rafsuðu og dregur úr hættu á hörkumyndun í suðusamskeytum.
Suðuaðferð: Suðuvírnum haldið næstum lóðréttum. Miðlungs ljósbogi álíka og þvermál vírsins. Suða lögð í strengjum 1-3 cm löngum og hömruðum á milli. Geti suðustykkið ekki þanist frítt skal ekki sjóða lengri suðu en 1-3 cm í einu og hamra suðuna á milli. Geti suðustykkið þanist frítt er hægt að ljúka suðu án hömrunar. Gætið þess að suðustykki, sem ekki getur þanist hitni eins lítið og kostur er.