XHD 2222 hentar vel til samsuðu á efnismiklum hlutum sem eru undir miklu álagi og þar sem sérstök hætta er á hitaþenslu eða samdrætti gegnheilla stykkja. Þessi vír er sérlega góður þegar sjóða þarf saman stykki úr ólíkum málmblöndum, sérstaklega þegar um er að ræða þung og efnismikil stykki. Einnig til ásuðu og slitvarnar þar sem mjög miklar kröfur eru gerðar um álagsþol. Suðuafköst eru um 60% meiri en með venjulegum rafsuðuvír úr nikkel-krómblöndu.
Þennan vír má sjóða í öllum suðustöðum.
Eiginleikar:
Togþol: 630 N/mm2
Lenging: 40%
Harka: 150-200 HB
Undirbúningur: Hreinsið suðustað vel. Fasið brúnir suðustykkis. Miðlungs ljósbogi. Hallið vír í suðustefnu. Suðufylling með hliðarfærslu, mest 2 x þvermál vírs.
Forhitun: Ekki nauðsynleg nema um mjög efnismikil stykki sé að ræða og hætta á sprungumyndun.