Cromamig 316LSi MIG vír

Þessi vír er fyrst og fremst ætlaður til suðu á 316L stáli, hentar einnig til suðu á 304L og venjulegu 316 stáli og Nb eða Ti blönduðu stáli ef vinnuhiti er undir 400°C.
Aukið sílikon innihald eykur stöðuleika ljósbogans og bætir yfirborðsáferð.