Cromarod 316L, pinnavír, ryðfrír rútílvír

Pinnavír með rútíl flux kápu fyrir suðu á ryðfríu stáli (316L) og málmum með svipaða eiginleika.
Góðir notkunareiginleikar með mjúkum, slettulitlum ljósboga sem veitir fallega yfirborðsáferð.
Kverksuður fá slétt, örlítið kúpt yfirborð með fallegri sambræðslu við grunnefnið og gjalllosun er mjög auðveld.
Hægt að nota í öllum suðustöðum til og með 3,2mm.
Hentar fyrir „venjulegt“ 316 stál og einnig Nb eða Ti blandað stál ef vinnuhiti er undir 400°C. Ef hitastig fer uppfyrir 400°C er mælt með að nota frekar Cromarod 318.
Suðustöður:Elga P43 suðustöður