Cromarod 316LP, pinnavír, ryðfrír rútílvír

Pinnavír með rútíl flux kápu fyrir allar suðustöður, sérstaklega hannaður fyrir suðu á þunnum rörum (niður í 1.5mm veggþykkt) þar sem hann býður upp á töluvert meiri afköst en handvirk TIG suða.
Þar sem ljósboginn og suðupollurinn eru sérlega stöðugir hentar vírinn einstaklega vel í lóðréttar suður og suður í loft og er jafnframt mjög góður við þröngar og erfiðar aðstæður á vettvangi.
Einnig er mælt með Cromarod LP í botnstrengi og stúfsuður á mólýbden blönduðu stáli í öllum efnisþykktum.
Suðustöður:Elga P45 suðustöður