Umbúðir: 50ml.
Límið þolir hitun (150°C) í skamman tíma, sé álag á límfleti hóflegt, og kælingu allt niður í -55°C.
Notið ekki í snertingu við gufu, öfluga oxara og skautuð leysiefni.
Þolir þvott með leysiefnum. Geymsluhitastig: 5° til 25°C.
Notkunarleiðbeiningar:
1) Bestur árangur næst ef límfletir eru fituhreinsaðir og þurrir. Aseton eða ísóprópanól henta vel til hreinsunar. Mælt er með léttri slípun límflata.
2) Berið samfellda límrönd á annan flötinn .
3) Tryggið að óslitin rönd sé umhverfis öll göt og við kanta (boltagöt í flöngsum)
4) Líming er losuð með því að spenna fleti sundur.
5) Hreinsið eldra lím vandlega burt, fyrir endurlímingu og samsetningu.
5) Límda hluti má handleika eftir 30 mín.
6) Límið nær fullum styrk á sólarhring. Því má hraða með upphitun, eða Permabond Activator A905/ASC10. Þetta á sérstaklega við um málmyfirborð með oxíðhúð, svo sem sink, ál eða ryðfrítt stál.
VARÚÐ.
Veldur húðertingu. Veldur alvarlegri augnertingu. Getur valdið ertingu í öndunarfærum.
BERIST EFNIÐ Í AUGU: Skolið varlega með vatni í nokkrar mínútur. Fjarlægið snertilinsur ef það er auðvelt. Skolið áfram. BERIST EFNIÐ Á HÚÐ: Þvoið með miklu vatni og sápu.
Notið hlífðarhanska/hlífðarfatnað/augnhlífar/andlitshlífar. Notið eingöngu utandyra eða í vel loftræstu rými.
GEYMIST ÞAR SEM BÖRN NÁ EKKI TIL.