Umbúðir: 50ml.
Notkunarleiðbeiningar:
Virkni gengjulíms fyrir loftfirrðar aðstæður minnkar ekki að marki þrátt fyrir lítið magn óhreininda á límflötum. Samt næst bestur árangur, séu þeir þurrir og fituhreinsaðir.
Mælt er með notkun leysiefna eins og aseton eða ísóprópanóli.
Almennt næst sterkari líming, séu límfletir mattaðir.
1. Hristið flösku fyrir notkun.
2. Snertið ekki málmfleti með skömmtunaroddinum.
3. Sé gengja opin skal láta límið drjúpa yfir alla gengjuna.
4. Sé gengja blinduð skal láta nokkra dropa drjúpa til botns.
5. Setjið saman og herðið eftir þörfum.
6. Skrúfa skal tappa strax á límflösku til að forðast mengun innihalds.
HÆTTA:
Veldur húðertingu. Getur valdið ofnæmisviðbrögðum í húð. Veldur alvarlegum augnskaða.
Notið hlífðarhanska/hlífðarfatnað/augnhlífar/andlitshlífar.
BERIST EFNIÐ Á HÚÐ: Þvoið með miklu vatni og sápu. BERIST EFNIÐ Í AUGU: Skolið varlega með vatni í nokkrar mínútur. Fjarlægið snertilinsur ef það er auðvelt. Skolið áfram. EF um váhrif eða hugsanleg váhrif er að ræða: Leitið læknis.
Inniheldur: N,N-(m-fenýlen)dímalímíð, kúmen vetnisperoxíð.