SUÐUSPREY

Hlífðarúði fyrir málmsuðu, sem kemur í veg fyrir skaðleg áhrif suðulúsar og dregur þannig úr kostnaði vegna eftirmeðferðar.  Suðuspreyið inniheldur ekki sílikon og má því lakka, húða eða galvanisera suðustykkin án sérstakrar hreinsunar.  Má nota á alla málma, þar með talið ryðfrítt efni.  Drifgasið er loft og er varan því skaðlaus lofthjúpi jarðar.
Umbúðir:  400 ml.

Vörunúmer:  IS-SUDUSPRAY

Flokkur: