Vinnslusviðið er sérsniðið að óskum hvers og eins en hámarks lyftigeta er allt að 6.3 tonn, háð lengd bómu sem getur verið allt að 10 metrar.
Í stærri krönunum er rafdrifin snúningsbúnaður staðalbúnaður eða val, eftir gerð og stærð.
Boðið er uppá mikið úrval festinga fyrir flestar aðstæður.
Sveiflukranar á súlu eða vegg
Með eða án rafdrifins snúningsmótors
ABUS framleiðir þrjár grunngerðir af sveiflukrönum með festingu á vegg eða burðarbita og með 180° snúningsradíus (gerð VW, LW og LWX).
Þá framleiðir ABUS einnig þrjár grunngerðir með súlu til festingar á gólf (gerð VS, LS og LSX) og þá með 270° til 360° snúningsradíus.