TMR seguldrifin efnaþolin dæla

Öflugasta útfærslan af TM dælunum frá Argal fæst í tveimur flokkum, G2 og G3.
G2 gerðin er 1 eða 3 fasa, afköst 8–30 m³/mín. og lyftigeta allt að 31 m.
G3 gerðin er eingöngu 3 fasa, afköst 35–54 m³/mín. og lyftigeta allt að 41 m.
Allar TM dælur eru úr plast-, karbon- og keramik efnum og án allra málma.
Sérstaða TMR er hreyfanleiki á dæluhjólinu í lárétta stöðu fram og aftur.
Þegar dælan gengur þurr þá færist dæluhjólið fram í hlutlausa stöðu sem minnkar slit og lengir líftíma dælunnar.  TMR dælan getur því gengið þurr í ákveðin tíma, allt háð því hverju er verið að dæla.

Vörunúmer: ARG-xxxx

Flokkur: Merki: