Notkunarleiðbeiningar;
Flötur sem hreinsa skal á að vera kaldur og ekki fitumengaður.
Hristið ílát fyrir notkun þar til innihald hefur blandast vel.
Berið VECINOX jafnt á flötinn með sýruþolnum pensli.
Látið efnið vinna í 30-90 mín. Tíminn fer eftir málmblöndu, suðuaðferð, gerð suðugass og hitastig.
Hreinsið vandlega undir kaldri vatnsbunu með stífum, sýruþolnum bursta.
Æskilegt er að við lokaskolun sé notað afjónað vatn.
Geymið ílát upprétt og vandlega lokað.
Inniheldur; Saltpéturssýru < 20%. Flúrsýru < 5%.
Eitrað við innöndun, í snertingu við húð og við inntöku. Mjög ætandi. Varist innöndun gufu/úða. Berist efnið í augu skal strax skola vandlega með miklu vatni og leita læknis. Berist efnið á húð skal strax farið úr fötum sem óhreinkast hafa, húðin þvegin strax með miklu vatni og sápu og skoluð vel. Notið viðeigandi hlífðarfatnað, hlífðarhanska og hlífðargleraugu/andlitsgrímu. Leitið umsvifalaust læknis ef slys ber að höndum eða ef lasleika verður vart; sýnið umbúðamerkingarnar ef unnt er. Geymist á vel loftræstum stað, umbúðir skulu vera vel lokaðar. Efni og umbúðum skal fargað sem spilliefnum.
GEYMIST Á LÆSTUM STAÐ ÞAR SEM BÖRN NÁ EKKI TIL