VerkstæðisþjónustaÁ Smiðjuvegi 28 (beint á móti höfuðstöðum Landvéla) er þjónustuverkstæði okkar fyrir viðgerðir og viðhald á flestum gerðum af vökvamótorum og vökvadælum, vökvaaflsstöðvum, spilkerfum og vindumótorum.

Fyrr á árum ráku Landvélar fullkomið renniverkstæði þar sem smíðaður var ýmis fittings, lokar, blokkir o.fl., samhliða var rekið öflugt smíðaverkstæði fyrir loft- og vökvatjakka.  Við eigendaskipti á Landvélum árið 2005 var þessi starfsemi flutt yfir til Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar ehf. (VHE) í Hafnarfirði.  Er gott samstarf milli fyrirtækjanna með sérsmíði og sölu á tjökkum auk samvinnu um ýmsa smíða- og vélsmiðjuvinnu.

Auk áðurnefndrar viðgerðaþjónustu fyrir vökvamótora og vökvadælur sér verkstæði Landvéla um smíði og samsetningu á flestum af þeim háþrýstu vökvaaflsstöðvum, lokum og stýringum sem hannaðar eru af tæknideild Landvéla.  Jafnframt eru almennra viðgerðir og ábyrgðaviðgerðir á söluvörum Landvéla í umsjón verkstæðisins.  Þá sérsmíðum við, beygjum og flerum rör og lagnir í ýmis verkefni, tæki og búnað.

Að bak við þessa þjónustu eru reynslumiklir starfsmenn í glussa og háþrýstikerfum sem njóta stuðnings tækniþjónustu Landvéla.  Verkstæðið er vel tækjum búið, þar má meðal annars finna álagsbekk til að prufukeyra mótora og dælur undir þrýstingi.  Þá er góð aðstaða til að sinna viðhaldi vökvabúnaðar í bílkrönum og öðrum stærri tækjum.