Þeir viðskiptamenn sem sækja um reikningsviðskipti samþykkja viðskiptaskilmála Landvéla ehf. (hér eftir nefndur seljandi) eins og þeir eru á hverjum tíma.

Seljandi áskilur sér rétt til að hafna umsókn um reikningsviðskipti án frekari skýringar.

Viðskiptareikningar eru mánaðarreikningar, úttektartímabil er hver almanaksmánuður og hafa þeir skilgreind lánamörk og greiðslufresti sem taka breytingum samhliða eðli og umsvifum viðskipta hvers og eins. Gjalddagi skuldar á viðskiptareikningi hvers mánaðar er 1. næsta mánaðar. Eindagi er 15 dögum síðar, nema um annað hafi verið samið.

Greiðsluskilmálar og viðskiptareikningur er fyrir hefbundin og reglubundin viðskipti. Stærri og sérhæfðari viðskipti eru utan samkomulags um almenna greiðsluskilmála og miðast við staðgreiðslu eða annað samkomulag um greiðslu.

Greiðsluseðlar eða viðskiptayfirlit eru send viðskiptamönnum í byrjun hvers mánaðar. Hafi viðskiptamaður athugasemd við viðskiptastöðu eða reikning(a) ber honum að koma henni á framfæri án tafar og í síðasta lagi innan 15 daga, að öðrum kosti telst reikningur samþykktur.

Dráttarvextir, eins og þeir eru auglýstir á hverjum tíma hjá Seðlabanka Íslands, reiknast frá gjalddaga dragist greiðsla fram yfir eindaga.

Falli skuld í eindaga má viðskiptamaður eiga von á að innheimtubréf og innheimtuviðvörun verði send til hans og áskilinn er réttur til að skuldfæra kostnað samfara þessari innheimtu á viðskiptareikning viðskiptamanns í samræmi við ákvæði innheimtulaga nr. 95/2008. Sé innheimtubréfum og innheimtuaðvörun ekki sinnt, áskilur seljandi sér fulla heimild til að senda viðskiptaskuld í lögfræðiinnheimtu.

Hið selda skal vera eign seljanda þar til varan er að fullu greidd og lúta algeru eignarhaldi seljanda þar til kaupandinn hefur greitt vörurnar að fullu samkvæmt sölusamningi. Skuldaviðurkenning og greiðsla með ávísunum, greiðslukortum eða öðrum áþekkum greiðslumiðlum afnema ekki eignaréttinn fyrr en full skil hafa verið gerð. Sala, framsal, veðsetning eða ráðstöfun vöru, sem ekki er að fullu greidd, er óheimil án undangengis samþykkis Landvéla.

Komi til vanskila er seljanda heimilt að taka hina seldu vöru til baka með aðfarargerð skv. ákvæðum aðfararlaga nr. 90/1989 ef ekki næst samkomulag um skil á umræddum söluhlut. Andvirði vöru, sem þannig er tekin til baka skal dragast frá skuld kaupanda þegar varan hefur verið endurseld að því marki sem nemur endursöluverði að frádregnum áföllnum kostnaði. Kaupandi skuldbindur sig til að upplýsa seljanda um það hvar varan er niðurkomin hvenær sem þess er óskað.

Við vanskil áskilur seljandi sér, án frekari fyrirvara, rétt til að loka viðskiptareikningi vanskilaaðila og endurskoða lánamark og afsláttarkjör.

Þar sem skilmálum þessum sleppir gilda lög um lausafjárkaup nr. 50/2000, lög um neytendakaup nr. 48/2003 eða eftir atvikum lög um þjónustukaup nr. 42/2000