Dælur í öll verkefni

Hjá Landvélum höfum við byggt upp heildstæða vörulínu af dælum í flest ef ekki öll verkefni, fyrir iðnað og atvinnulíf sem og einkaaðila, sumarhúsaeigendur og verktaka.  Við vinnum með fjölda framleiðenda sem margir hverjir eru með þeim fremstu á sínu sviði.

Fjölbreytnin er mikil og má nefna almennar vatns- og brunndælur, mónódælur, olíu- og eldsneytisdælur, slóg- og slordælur, borholudælur, loft- og þindardælur, efnadælur, þrepadælur, hringrásardælur o.fl.

Við bjóðum einnig mikið úrval lausna þegar kemur að háþrýstidælum og þvottakerfum.

Hluti af góðri heildarlausn eru réttu fylgihlutirnir en Landvélar eru með eitt mesta úrval landsins af slöngum og lagnaefni fyrir dælur, ásamt helstu tengjum, dælustútum, háþrýstibyssum, flæðimælum og flotrofum, til að nefna það helsta.  Þjónustan er svo í öruggum höndum á okkar eigin verkstæði.

  • Dælutegundir