Showing all 4 results

afeclogo-transpafecborði

AFEC brunn-, skólp- og þróardælur

AFEC er ISO vottaður dæluframleiðandi frá Asíu með áratuga reynslu af framleiðslu og hönnun á dælum.  Höfuðstöðvar sölu – og þjónustu fyrir Evrópu eru í Hollandi og þangað sækjum við alla vöru, varahluti og tæknilegan stuðning.

Í boði er heildstæð lína af vönduðum dælum þar sem áhersla er á gæði, endingu og notagildi samhliða hagstæðu og samkeppnishæfu verði.  Fjölbreytt úrval er af brunn-, skólp- og þróardælum, léttum ryðfríum dælum og dælum með karbít hnífum fyrir slóg, slor og annan úrgang.  Markhópurinn er öll verktakastarfsemi, leigufyrirtæki, bæjarfélög, framleiðslu- og iðnfyrirtæki, sjávarútvegur o.fl.

Stærsta lína AFEC eru FS dælurnar með ryðfrírri yfirbyggingu og dæluhjóli úr harðgerðu krómstáli en þær fást í öllum stærðarflokkum, þær minnstu bæði 230V og 400V.  Ódýrari útgáfa eru FLS dælurnar, sambærileg hönnun en með gula yfirbyggingu úr áli í stað stáls og Polyurethane dæluhjól í stað krómstáls.  Grunnhönnun FS og FLS er sú sama að öllu leyti með áherslu á gæði og notagildi samhliða lágum rekstrarkostnaði, auðveldu viðhaldi og þrifum.

Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um helstu gerðir AFEC sem er leitast við að eiga á lager, en listinn er þó ekki tæmandi. Vinsamlegast leitið til sölumanna með upplýsingar um sérhæfðar lausnir. Frekari upplýsingar má auk þess finna á vefslóðinni afeceurope.com/ .