Showing all 6 results

forsíða

logo

 

 

 

 

 

 

 

 

Rover þrýstiaukadælur

Ítalska fyrirtækið ROVER POMPE hefur sérhæft sig í hönnun og framleiðslu á þrýstiaukadælum í nokkrum útfærslum fyrir landbúnaðarframleiðslu, matvæla- og drykkjaiðnað.  Hentugir miðlar eru allar hreinar lausnir, hreinsi og síunarefni, vatn, saltvatn, mjólk, vín, matarolíur og fleira sambærilegt.  Þá má nota sumar Rover dælur fyrir olíueldsneyti ef seigjan er innan uppgefinna  marka.

Flestar gerðir af Rover dælum eru fáanlegar í brons- eða ryðfríu húsi (NOVAX).  Þrjár grunngerðir eru í boði fyrir mismunandi straum, en það eru Rover BE-M 230V, Rover BE-T 400V og Rover MARINA 12 og 24 volt.

Rover 20B er sérstaklega hitaþolin dæla sem hentar m.a. vel í brugg og víngerð.  Fyrir seigjukenndari lausnir eins og ólífuolíu, sápuefni og dísel er tannhjóladrifna Rover BE-G rétta dælan.  Einfaldasta dælugerðin er svo Rover Drill en þær eru drifnar af venjulegri borvél.

Flestar Rover dælur geta dælt í báðar áttir (þrívirkur rofi).  Allar 230V dælur eru með 16A tengli.

Við hjá Landvélum eigum algengustu Rover dælurnar á lager en viljum benda á að mögulega eru fleiri stærðir og gerðir til en hér er upptalið á heimasíðu Landvéla, bæði í bronsi og ryðfríu.

Nánari upplýsinar er hægt að fá hjá sölumönnum Landvéla eða á heimasíðu Rover.
Upplýsingar um uppsetningu, viðhald og öryggisatriði má finna hér.