Efnavörur
Hjá Landvélum leggjum við áherslu á að eiga til þær efnavörur sem tengjast og styðja við þær vörur sem við seljum. Má þar nefna hreinsi- og hjálparefni fyrir suðuvinnu, olíuvörur og feiti fyrir legur og annan drifbúnað, ýmis smur- og þéttiefni, bolta- og legulím o.fl. Þá höfum við bætt við efnavörum með sérstaka eiginleika eins og Plasti Dip gúmmímálningu o.fl.
Efnavörum sem eru til sölu hjá Landvélum fylgja íslenskar leiðbeiningar og öryggisblöð. Öryggisblöðin eru tilbúin til niðurhals sem hliðarefni á kynningarsíðu hvers efnis og þá má finna heildaryfirlit yfir öll öryggisblöð undir „Tækniefni“ í valstiku síðunnar.