Showing all 2 results

LogoSamsettmynd

RoFLEX skrúfuð háþrýstihraðtengi
RoFLEX hraðtengin eru sérstaklega hönnuð til að þola mikinn titring og þrýsting á verkfærum eins og fleygum og brothömrum.  Vönduð svissnesk hönnun sem margir stórir vinnuvéla- og tækjaframleiðendur hafa sem staðalbúnað í sinni framleiðslu.  Hægt er að tengja og aftengja RoFLEX hraðtengin undir þrýstingi.

Til að hámarka líftíma hraðtengjanna er mikilvægt að hafa eftirfarandi í huga:
Ekki á að fara yfir hámarks flæðiþol hraðtengisins (Flæði- og þrýstiþol RoFlex hraðtengja).
Veljið rétta stærð af RoFLEX hraðtengi samkvæmt meðfylgjandi töflu. Ef álag á hraðtengið er mikið getur verið nauðsynlegt að nota tengi sem eru einu eða tveimur númerum stærri til að koma í veg fyrir bakþrýsting og skemmdir á þéttingum.
Hraðtengin þarf að skrúfa þétt en létt saman með RoFLEX lyklinum svo að róin losni ekki þegar um mikinn titring er að ræða, til dæmis þegar tengin eru notuð með hamri eða fleyg.
Ef rétt stærð af tengi hefur verið valin er líka nauðsynlegt að velja samsvarandi fittings. (Skerkónafittings fyrir RoFlex hraðtengi)

Fylgihlutir með RoFLEX hraðtengjum

Lykill:  Til að koma í veg fyrir að róin losni við mikinn titring er nauðsynlegt að róin sé hert létt með réttum lykli.

Viðhald:  Karl stykkinu þarf að halda með viðhaldinu til að koma í veg fyrir að það snúist þegar hraðtengið er sett saman. Það sama á við þegar fittings er skrúfaður í hraðtengið. Viðhaldið passar fyrir báða hluta hraðtengisins.

Tappar og lok:  Til að hlífa RoFLEX hraðtengjum við utanaðkomandi óhreinindum er mikilvægt að loka þeim þegar þau eru ekki í notkun. Hettur og tappar fylgja RoFLEX hraðtengjunum og að sjálfsögðu er hægt að endurnýja þau.

Þéttisett:  Hægt er að endurnýja allar þéttingar í RoFLEX hraðtengjunum og eru þéttingarnar fáanlegar í settum.

Innri hlutar:  Hægt er að endurnýja alla innri hluta RoFLEX hraðtengjanna, kólfa, gorma og skrúfhringi.