Ryðfrítt lagnaefni og slöngufittings í hæsta gæðaflokki
PH Industrie-Hydraulic er leiðandi í framleiðslu á slöngutengjum og háþrýstifittings úr ryðfríu stáli AISI 316 og 316Ti.
Áratugum saman hafa viðskiptavinir fyrirtækisins getað treyst á gæði PH fittings til notkunar í efnaverksmiðjum, skipasmíði, pappírsvinnslu og víða annars staðar.
Vörur PH Industrie-Hydraulic eru framleiddar eftir alþjóðlegum stöðlum (DIN/EN/SAE/BS og JS), og eru vottaðar samkvæmt DIN EN ISO 9001:2008.
Staðlar og vottanir.
PH vörur standast kröfur eftirfarandi eftirlitsaðila:
– Germanischer Lloyd (GL)
– Lloyd´s Register of Shipping (LR)
– Det Norske Veritas (DNV)
– Rina
– GOST
– UkrSEPRO
– Bureau Veritas (BV)
– American Bureau of Shipping (ABS)
– Russian Maritime Register of Shipping (RMRS)
Nær allur ryðfrír fittings sem Landvélar selja kemur frá PH Industrie-Hydraulic, enda hentar þeirra framleiðsla íslenskum aðstæðum fullkomlega, hvort sem um er að ræða sjávarútveg eða matvælavinnslu.