EINN STÆRSTI LAGER LANDSINS AF STÁLFITTINGS OG TENGJUM
Helstu birgjar Landvéla þegar kemur að stálfittings fyrir háþrýstar vökva-, röra- og slöngulagnir eru: Dunlop Hiflex, FONTAN Racorería, Hansa-Flex, PA SpA, Parker Hannifin, Tieffe og Tube Gear. Allt fyrirtæki sem eru með viðamikla reynslu og þekkingu á sínu sviði og framleiða mest af sinni vöru í Evrópu.
Við leggjum mikinn metnað í að allur fittings sem við flytjum inn standist alþjóðlega staðla og kröfur, að birgjar okkar séu traustir þegar kemur að hráefnisvali, framleiðslu og gæðaeftirliti og að allt framleiðsluferlið standist ýtrustu öryggis- og gæðakröfur.
Allur stálfittings sem fluttur er til landsins af Landvélum er galvanhúðaður og yfirborðsmeðhöndlaður skv. gildandi stöðlum.