Showing all 2 results

aba_logoaba-lofi

ABA hosuklemmur – þessar bláu sem allir þekkja

Vöruúrval Landvéla nær yfir flestar gerðir af hosuklemmum fyrir lágþrýstar lagnir og slöngur og þar eru ABA hosuklemmurnar frá sænska fyrirtækinu Norma Sweden AB fremstar í flokki.  Hjá ABA er hosuklemma ekki bara hosuklemma heldur gæðavara þar sem mikill metnaður liggur að baki framleiðslu og hönnun á hosuklemmum sem eru í senn sterkar og endingagóðar.  ABA notar eingöngu hágæða stál í sínar klemmur en sérstaða ABA er bláa skrúfuhersluhúsið sem er níðsterkt og tryggir í senn þétta og örugga herslu.

Allar ABA klemmur er hægt að fá stakar í lausasölu, ryðfríar eða galv.  Einnig eru vinsælustu stærðirnar fáanlegar á spjaldi, tvær eða fjórar saman í pakka og því hentugar til útstillingar í verslunum og hjá öðrum endursöluaðilum.  Þá er hægt að fá valdar klemmur í settum.

Fyrir grennri lagnir erum við með galvaniseraðar klemmur með eyrum (oft nefndar Oetiker klemmur) frá ABA og ryðfríar Oetiker klemmur frá svissneska fyrirtækinu Oetiker.  Að sjálfsögðu höfum við svo réttu verkfærin fyrir hosuklemmur til sölu.

 

ABA Hosuklemmur

Hosuklemmur ABA Mini

ABA Hosuklemmur

Hosuklemmur ABA