Powerflex Pari klemmur
Landvélar hafa í áratugi selt sterkar hosuklemmur, oft nefndar Pari klemmur, frá danska fyrirtækinu Powerflex Aps. Pari klemmur eru hentug festing fyrir slöngur, barka og rör þar sem aðstæður eru krefjandi og þörf er á góðum og traustum festingum sem hægt er að herða eða losa eftir þörfum.
Powerflex notar eingöngu fyrsta flokks ryðfrítt eða galvaniserað stál í sínar vörur og framleiðir bæði klemmur með einum eða tveimur hersluboltum. Frá 2013 eru allar ryðfríar Powerflex klemmur með galvhúðuðum hersluboltum sem tryggir meiri mýkt í herslu og skrúfgangi. Undir galvhúðinni er að sjálfsögðu ryðfrír A4 bolti.
Hosuklemmur
Hosuklemmur
Hosuklemmur